Andrea Róberts snýr aftur á skjáinn

Andrea Róbertsdóttir
Andrea Róbertsdóttir
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Þátturinn heitir 07/08 og verður á RÚV á fimmtudagskvöldum, sem er svona klassískt kvöld til að klístrast við skjáinn," segir Andrea Róbertsdóttir, en hún snýr aftur á skjáinn 20. september. Þátturinn verður á dagskrá í vetur og Þorsteinn Joð, Ásgrímur Sverrisson, Elsa María Jakobsdóttir og Jón Egill Bergþórsson verða Andreu til halds og trausts. „Þátturinn fjallar um bíó og leikhús frá öllum hliðum. Það má segja að við séum að hamast við að finna efni þegar aðrir hafa stimplað sig út. Við verðum á frumsýningum, tökustöðum, inni í klippiherbergjum og undir borðum og svoleiðis."

„Það hafa aldrei verið eins margar ástæður fyrir því að ég taki að mér starf eins og þetta. Mér fannst svo spennandi að prófa að vinna hjá RÚV og kynnast vinnumenningunni þar - sem mér sýnist og heyrist vera alveg frábær," segir Andrea.

Hún starfaði áður á Stöð 2 þar sem hún stjórnaði meðal annars dægurmálaþættinum Sjáðu ásamt Teiti Þorkelssyni. Hún kom einnig við í Íslandi í dag og á fréttastofunni.

„Á Stöð 2 vann ég meðal annars undir stjórn Páls Magnússonar og síðast þegar ég starfaði á Stöð 2 vann ég við hlið Þórhalls Gunnarssonar sem nú hefur ráðið mig til starfa. Það verður að segjast að betri meðmæli er ekki hægt að fá."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir