Astrópía eykur áhuga á nördaspili

Gísli Einarsson
Gísli Einarsson
Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Við sjáum mjög mikla aukningu. Sérstaklega hjá ungum strákum, þá langar að prófa role play," segir Gísli Einarsson, eigandi afþreyingarverslunarinnar Nexus, en Íslendingar hafa skyndilega fengið mikinn áhuga á svokölluðum hlutverkaleikjum (e. role play) í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar Astrópíu.

Yfir 30.000 manns hafa séð Astrópíu í kvikmyndahúsum landsins, en verslunin í myndinni er byggð á Nexus. „Annar handritshöfundanna er fyrrverandi starfsmaður. Þetta er bara eins og Nexus var fyrir tíu árum. Soldið ýkt náttúrlega, en hún er mjög nálægt því sem við vorum að gera fyrir svona tíu til tólf árum."

Gísli segir erfitt að fá stelpur til að spila role play. Þess vegna eru stelpur eins og sú sem Ragnhildur leikur í Astrópíu sjaldséðar á spilakvöldum.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var orðin ansi sleip í role playspilum sem glamúrgellan Hildur í Astrópíu. Hún segist ekki hafa spilað eftir að tökum lauk. „Ég á örugglega eftir að spila við betra tækifæri - um jólin. Þá fer öll fjölskyldan í role play," segir hún og hlær.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir