Villur á villur ofan

Allt morar í villum í myndinni um Jack Sparrow sjóræninga.
Allt morar í villum í myndinni um Jack Sparrow sjóræninga. AP
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is
Það er flókið verk að gera kvikmynd, huga þarf að ótal atriðum, passa upp á leikara, tökumenn, hljóðmenn og óteljandi aðstoðarmenn – starfsmenn við meðalstóra mynd geta skipt hundruðum. Meðal þeirra er svo hópur manna sem á að gæta að því að allt sé í lagi, passa upp á að menn séu eins klæddir frá einu skoti til annars, umhverfi sé eins og aukahlutir einnig. Sú regla að eftir því sem meira geti farið úrskeiðis fari meira úrskeiðis á við í kvikmyndum og þó tölvutæknin gefi færi á að lagfæra margt það sem miður fer við gerð kvikmyndar þá eru þeir sem sitja við tölvurnar líka breyskir.

Sjálfsagt geta allir bíógestir nefnt dæmi um vitleysur sem þeir hafa rekist á í kvikmyndum, sumar svo slæmar að þær eru nánast það eina sem viðkomandi man úr myndinni. Það er óneitanlega nördalegt að liggja yfir bíómyndum í leit að vitleysum, eins og margir gera, horfa á mynd hvað eftir annað til að tína til allt sem farið hefur úrskeiðis við gerð myndarinnar, en þeir eru legíó sem gera einmitt slíkt.

Fín síða sem heldur utan um vitleysur í kvikmyndum heitir því lýsandi nafni moviemistakes.com. Þar er að finna upplýsingar um vitleysur í 5.402 myndum, 72.352 villur að því er kemur fram á forsíðu vefsetursins. Þar er líka að finna leitarvél og því hægt að leita að mynd og síðan skemmta sér við að sjá villurnar þegar horft er á myndina.

Notendur senda sjálfir inn villur og eins geta þeir leiðrétt það sem ekki er villa; til að mynda er 31 villa skráð vegna Liar Liar, en líka 30 leiðréttingar, þ.e. villur sem menn höfðu sent inn en voru ekki raunverulegar villur.

Maður skyldi ætla að villum fækkaði eftir því sem tölvutækni verður útbreiddari í kvikmyndavinnslu en því er öðru nær. Þannig á kvikmyndin Pirates of the Caribbean: Curse of the Black Pearl, sem frumsýnd var 2003, metið með hvorki meira né minna en 290 villur. Í öðru sæti er The Shining, frumsýnd 1980, sem er með 232 villur, og sú þriðja, The Birds, frumsýnd 1963, sem er með 231 villu.

Eins og sjá má á síðunni eru sumar villur lagfærðar þegar mynd er sett á myndband, en stundum leysa menn málin á einfaldan hátt; í fyrstu Star Wars-myndinni rekur einn hermaður hins illa hausinn uppundir þegar sveit þeirra ryðst inn í stjórnklefa. Þegar myndin var sett á DVD bættu menn einfaldlega dynk við hljóðrásina og þá var þetta ekki villa lengur, eða hvað?

Moviemistakes.com

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir