Trabant á stórafmæli

Trabant 601, árgerð 1970. Þessum bílum fylgdi talsverð mengun enda …
Trabant 601, árgerð 1970. Þessum bílum fylgdi talsverð mengun enda voru þeir með tvígengisvél þar sem smurolíu var blandað í bensínið. AP

Um þessar mundir er liðin hálf öld frá því litli austur-þýski bíllinn Trabant sást fyrst á götum þarlendra borga. Trabant varð með tíð og tíma einskonar tákn fyrir kommúnismann en bíllinn er nú vinsæll safngripur og talið er að um 130 Trabant-aðdáendafélög séu starfandi víðs vegar um heiminn.

Austur-þýsk stjórnvöld ákváðu árið 1954 að láta framleiða bíl fyrir þarlendan almenning. Þremur árum síðar, 7. nóvember 1957, kom fyrsti Trabantinn út úr verksmiðju VEB Sachsenring Automobilwerke í Zwickau í Saxlandi.

Mikill vöruskortur var í Austur-Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og einkum var þar skortur á bensíni og stáli. Brugðist var við þessu með því að framleiða Trabantinn að stórum hluta úr trefjaplasti.

Þess var vandlega gætt að Trabantarnir yrðu ekki of íburðarmiklir. Þess vegna voru bílarnir lengi vel aðeins framleiddir í fjórum litum: beinhvítum, bláum, pastelgrænum og sinnepsgulum og bannað var að mála bílana í öðrum litum. Aðeins slaknaði á þessum kröfum með árunum og síðasti Trabantinn, sem framleiddur var árið 1991, var bleikur.

Trabantar voru fluttir til annarra kommúnistaríkja en einnig til vestrænna ríkja og þeir voru m.a. nokkuð algengir hér á landi um tíma.

Haldið verður upp á fimmtugsafmælið í Zwickau í dag. Þótt Trabantar séu nú afar sjaldséðir á vegum gæti það breyst. Leikfangaframleiðandinn Herpa í Bæjaralandi hefur að undanförnu framleitt litlar eftirlíkingar af Trabant og þær hafa verið svo vinsælar að að fyrirtækið íhugar að láta framleiða Trabanta í fullri stærð á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson