Fundur boðaður í kjaradeilu handritshöfunda

Einhverjar hörðustu kjaradeilur í Hollywood í 20 ár hafa staðið í hálfan mánuð, en samningafundur stéttarfélags handritshöfunda og kvikmyndaveranna hefur nú verið boðaður. Framleiðslu fjölmargra sjónvarpsþátta hefur verið frestað vegna verkfallsins og í gær var tilkynnt að töku framhaldsmyndar Da Vinci Code með Tom Hanks hefði líka verið frestað.

Verkfallið hófst 5. nóvember, eftir að kjaraviðræður sigldu í strand, en þær höfðu þá staðið síðan í júlí. Tilkynnt var í gær að samningafundur verði haldinn eftir viku. Það sem aðallega ber í milli er krafa handritshöfunda um aukinn skerf af tekjum af dreifingu efnis á netinu, sem talið er verða helsta dreifingarleiðin fyrir kvikmyndaafþreyingu í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir