Ike Turner lést vegna ofneyslu kókaíns

Ike Turner.
Ike Turner. AP

Dánarorsök bandaríska tónlistarmannsins Ike Turners, sem lést í desember 76 ára að aldri, var ofneysla kókaíns. Þetta var niðurstaða réttarlæknisembættis San Diego sýslu í Kalíforníu. Turner var um tíma giftur söngkonunni Tinu Turner og saman náðu þau heimsfrægð.

Paul Parker, yfirréttarlæknir, segir að í ljós komi að Turner hafi misnotað kókaín og það hafi leitt til kókaíneitrunar. Hann þjáðist einnig af hjártasjúkdómum og fleiri kvillum.

Vitað var að Turner neytti fíkniefna um árabil. Hann sagði eitt sin í viðtali að hann hefði byrjað að neyta fíkniefna til að geta haldið sér vakandi á erfiðum tónlistarferðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav