Lifðu lengur en síðasti meirihluti

Luxor. Samstarfið varði í tæpt ár.
Luxor. Samstarfið varði í tæpt ár.

„Þeir tórðu allavega lengur en síðasti meirihluti í borgarstjórn, þannig að þeir mega bara vel við una,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður strákasveitarinnar Luxor sem hefur ákveðið að hætta störfum. Sveitin var stofnuð síðastliðið sumar og gaf hún út eina plötu samnefnda sveitinni, en platan fékk heldur misjafna dóma.

 „Ég hugsa að þessar harkalegu aðfarir gagnrýnenda hafi eitthvað haft með þetta að gera,“ segir Einar um ástæðu þess að sveitin lagði upp laupana. „Einn gagnrýnandi kallaði þá til dæmis syni djöfulsins, það er kannski aðeins meira en þarf í gagnrýni. Það er hægt að vinna sig að kjarna málsins með öðru orðafari en því.“

Þrátt fyrir slæma dóma seldist plata sveitarinnar nokkuð vel fyrir jól. „Salan var alveg til fyrirmyndar. Ég hafði að vísu gert mér meiri vonir en eftir að dómarnir fóru að birtast vissi ég að þetta yrði ekkert mikið meira,“ segir Einar og bætir því við að þessi málalok séu vissulega vonbrigði. Hann lítur þó á björtu hliðarnar. „Þeir ákveða að hætta og þá er bara meiri tími til þess að sinna öðrum verkefnum.“

Þakklátur Einari

„Þetta byrjaði með því að Heimir Bjarni Ingimarsson ákvað að hætta í bandinu. Hann er að norðan og er með eitthvert verkefni þar og þurfti bara að velja á milli,“ segir Arnar Jónsson, einn Luxor-manna. „En það er kannski ekki aðalástæðan fyrir því að við ákváðum að hætta, það var bara mikið að gera hjá öllum og þess vegna virkaði þetta ekki.“

Þá segir Arnar að slæm gagnrýni hafi vissulega haft sitt að segja.

„Það er ekki skemmtilegt að heyra leiðinlega gagnrýni í sinn garð en maður bjóst alveg við þessu. Þetta er nú bara svona á Íslandi, það virkar ekki margt.“

Aðspurður segir Arnar þetta vissulega vonbrigði. „En þetta var frábært tækifæri og ég sé ekki eftir neinu sem ég gerði. Ég er líka mjög þakklátur Einari fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, hann kom boltanum af stað hjá mér,“ segir hann og bætir því við að hann ætli að halda áfram í tónlistinni. „Ég og Edgar Smári Atlason, sem var líka í Luxor, höfum ákveðið að hefja samstarf ásamt Óskari Einarssyni og Gospelkórnum,“ segir Arnar að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir