Victoria „getur ekki meira"

Victoria Beckham, Melanie Chisholm, Gerri Halliwell, Emma Bunton og Melanie …
Victoria Beckham, Melanie Chisholm, Gerri Halliwell, Emma Bunton og Melanie Brown er þær tilkynntu að þær hefðu ákveðið að koma saman að nýju. Reuters

Victoria Beckham hefur greint frá því að hún sé ástæða þess að Kryddpíurnar hafi ákveðið að stytta tónleikaferðalag sitt. Segist hún hafa sagt Emmu Bunton, Mel C, Geri Halliwell og Mel B að hún væri orðin þreytt á tónleikaferðinni og að hún vilji heldur einbeita sér að uppeldi barna sinna og störfum sínum í tískuheiminum. 

„Ég var mjög stressuð yfir því að hefja störf með Kryddpíunum að nýju þar sem ég vildi ekki senda út misvísandi skilaboð. Ástæða þess að ég ákvað að slá til var sú að mig langaði að sýna börnunum mínum að mamma þeirra hefði einu sinni verið poppstarna,” segir hún.

„Ég hef hugsað um þetta lengi. Ég starfa ekki lengur í tónlistariðnaðinum. Ég starfa í tískuiðnaðinum. Ég er að setja saman vinnuteymi og vinna með því mun verða aðalverkefni mitt þegar tónleikaferðinni lýkur eftir mánuð.” 

Ónefndir heimildarmenn segja Victoriu hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hún brotnaði saman í Kanada í síðustu viku. „Victoria var alveg miður sín. Hún sagði við David að hún gæti ekki meira. Hún er mjög tengd fjölskyldu sinni og vill heldur vera heima hjá börnunum. Hún telur niður dagana þar til ferðinni lýkur,” segir heimildarmaðurinn. 

Þá segir Victoria ljóst að Kryddpíurnar muni aldrei koma saman á ný eftir að yfirstandandi tónleikaferðalagi þeirra lýkur en stúlknasveitin tilkynnti fyrir helgina að hún hefði ákveðið að hætta við fyrirhugaða tónleika í Suður-Afíku, Ástralíu, Argentínu og Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson