Verðlaun fyrir fatahönnun

Frá verðlaunaafhendingu Designer's Nest í dag.
Frá verðlaunaafhendingu Designer's Nest í dag. Árvakur/Designer's Nest

Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir í Øksnehallen er haldin sérstök sýning, Designer's Nest til að kynna unga fatahönnuði og nemendur í tískuhönnun. Í tengslum við sýninguna er einnig haldin keppni meðal þátttakenda og lenti Laufey Jónsdóttir nýútskrifaður fatahönnuður í öðru sæti.

Laufey keppti við um 25 aðra unga hönnuði en það var finnskur hönnuður sem hlaut aðalverðlaunin að þessu sinni.

Laufey sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hún hefði hannað fatalínu sem væri innblásin af sjötta áratugnum með áherslu á látlausan íþróttafatnað.

Laufey sem er 23 ára sagðist ekki vilja útiloka neitt en hún hefði ákaflega gaman af því að hann föt sem nýtast fólki við leik og störf í hversdeginum, alveg jafn gaman og að hanna hátískufatnað.

„Annars var bara gaman að fá að hitta Mary krónprinsessu," sagði Laufey að lokum en það var krónprinsessan sem afhenti verðlaunin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio