Færeyingar gera innrás

Eivör Pálsdóttir er á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár, en hún er tilnefnd sem besta söngkonan. Mbl sjónvarp ræddi við Eivöru um verðlaunin og færeyska innrás sem mun eiga sér stað í kvöld.

Það verður eflaust mikið um dýrðir í Borgarleikhúsinu í kvöld þegar íslensku tónlistarverðlaunin verða þar afhent í 14. sinn. Auk þess að vera tilnefnd mun Eivör veita verðlaun í flokki djasstónlistar. 

Færeyska innrásin mun síðan eiga sér stað á Organ í Reykjavík, en um er að ræða tónleika með færeyskum listamönnum, en auk Eivarar munu hljómsveitirnar Boys in Band og Bloodgroup troða upp. Rokkarnir í Boys in a Band eru alfæreyskir en einn liðsmanna Bloodgroup er frá Færeyjum.

Organ opnar kl. 21:30 og aðgöngumiðinn kostar 1.200 kr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav