Bob Dylan í Austurstræti

Bob Dylan.
Bob Dylan. AP

„Austurstræti, ys og læti,“ kvað Laddi í árdaga og víst er að eitthvað verður um það í dag en þá ætlar Bob Dylan að stíga þar á pall ásamt götuspilaranum geðþekka JoJo. Ætla þeir að renna í sameiningu í gegnum nokkrar perlur Dylans framan við Eymundsson-bókabúðina, þar sem JoJo heldur gjarnan til.

 Dylan, sem er að sögn innvígðra í óvenjulega miklum galgopafíling um þessar mundir, er staddur á Íslandi þessa vikuna, öðrum þræði til að pústa eilítið en svo er hann einnig að kanna aðstæður fyrir væntanlega tónleika hér á landi í maí.

Að sögn blaðafulltrúa Dylans frétti hann af JoJo í gegnum vin sinn Bruce Springsteen, en bláflibbarokkarinn tók lagið með JoJo á sínum tíma á Strikinu eins og frægt er orðið. Ekki er þá ólíklegt að Jakob Dylan, sonur meistarans og leiðtogi hljómsveitarinnar The Wallflowers, slái og á strengi, en hann fylgdi föður sínum til landsins og ætla þeir að kasta flugu út í eitthvert fljótið saman, en Jakob er mikill áhugamaður um slíkt sport.

Dylanfeðgar og JoJo ætla að munda slaggígjurnar upp úr 15.00 og aldrei að vita nema vindgola, uppfull af svörum, blási hressilega um strætið og veitir sosum ekki af á þessum síðustu og verstu. Ætli Bubbi viti af þessu?

Jo Jo er án efa þekktasti götulistamaður þjóðarinnar og ef …
Jo Jo er án efa þekktasti götulistamaður þjóðarinnar og ef til vill heims, innan skamms. mbl.is/G. Rúnar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir