Mischa Barton fær þriggja ára skilorðsbundinn dóm

Leikkonan Mischa Barton hlaut í dag þriggja ára skilorðbundinn dóm fyrir að keyra undir áhrifum áfengis í desember í fyrra.  Mischa fékk einnig 2000 dollara sekt og fyrirskipaði dómari að hún skyldi sækja þriggja mánaða námskeið um meðhöndlun áfengis.

Leikkonan mætti ekki fyrir rétt þegar dómurinn var kveðinn upp en ákæru gegn Mischu um vörslu fíkniefna var vísað frá.   

Mischa er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum The O.C en hún lék einnig í kvikmyndunum The Sixth Sense og Notting Hill.

Mischa Barton var handtekin í desember fyrir að keyra undir …
Mischa Barton var handtekin í desember fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir