Brigitte Bardot kærð fyrir kynþáttahatur

Brigitte Bardot.
Brigitte Bardot. Reuters

Franska kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot kom fyrir rétt í gær í París vegna ákæru fyrir að ýta undir kynþáttahatur með ummælum um íslamstrú og fylgjendur hennar. Saksóknarar kröfðust þess að Bardot yrði dæmd í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 15 þúsund evrur í sekt, jafnvirði 1,8 milljóna króna.

Bardot, sem er 73 ára, hætti að leika í kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar og hefur síðan beitt sér mjög í dýraverndarmálum. En hún hefur einnig valdið deilum með ýmsum ummælum um múslima og innflytjendur frá múslimaríkjum. Hún hefur fjórum sinnum sætt opinberri ákæru vegna slíkra ummæla á síðasta áratug og verið dæmd til að greiða sektir á bilinu frá 1500 til  5000 evra. 

Anne de Fontette, saksóknari, sagði við réttarhaldið í gær, að hún krefðist harðari refsingar í þetta skipti og bætti við: „Ég er orðin heldur leið á að ákæra frú Bardot."

Kvikmyndaleikkonan var ekki viðstödd réttarhaldið og sagðist vera of veikburða til þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir