Fréttamaður CNN handtekinn með fíkniefni

Richard Quest.
Richard Quest. Reuters

Kunnur fréttamaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN var handtekinn í Central Park í gærkvöldi með fíkniefni. Dómari féllst á að kveða upp skilorðsbundinn dóm gegn því að maðurinn gengist undir fíkniefnameðferð. 

Fréttamaðurinn, Richard Quest,  var handtekinn klukkan 3:40 að bandarískum tíma. Að því er kom fram í dómnum sagði hann við lögreglu að hann væri með metamfetamín í vasa sínum þegar hann var handtekinn. Reyndist hann vera með lítið magn af efninu í plastpoka.

Quest var einnig ákærður fyrir að vera á ferð í Central Park eftir að garðinum var lokað. Lögmaður hans sagði að Quest hefði verið á leið  á hótel sitt ásamt vinum sínum og ekki gert sér grein fyrir því að garðurinn væri lokaður.

Quest, sem er 46 ára og breskur ríkisborgari, sér einkum um þætti um viðskiptaferðir á CNN. Hann vekur athygli fyrir óvenjulega rödd og framkomu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir