Íslenskt vatn í Cannes

Harrison Ford sást á vappi á ströndinni ásamt ónefndri sjónvarpskonu.
Harrison Ford sást á vappi á ströndinni ásamt ónefndri sjónvarpskonu. mbl.is/Halldór Kolbeins

Fjöldi Íslendinga var viðstaddur veislu sem Kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) hélt fyrir vel valda gesti kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gær. Var það mál manna að kvikmynd Rúnars Rúnarssonar „Smáfuglar“ ætti töluverða möguleika á Gullpálmanum en myndin verður að vísu ekki sýnd fyrr en í lok næstu viku.

Á meðal þeirra sem heiðruðu boðið með nærveru sinni var athafnamaðurinn Jón Ólafsson sem bauð gestum upp á íslenska vatnið sem hann stendur í útflutningi á og hefur nú víst verið selt til bandaríska hersins, hvorki meira né minna.

Einnig var boðið upp á brennivín og hákarl og íslenskir tónar hljómuðu á ströndinni á meðan Harrison Ford kom vappandi framhjá. Hann lét það þó vera að staldra við og fá sér hákarl, enda umkringdur ljósmyndurum. Það má líka vel vera að hann sé öllum hnútum kunnugur í íslenskri matarhefð eftir talsvert hangs í Reykjavík fyrir nokkrum árum.

Ford er að sjálfsögðu staddur í Cannes til að kynna nýjustu mynd sína um Indiana Jones. Sú verður frumsýnd hér um helgina sem og nýjasta mynd Woody Allen, Vicky Christina Barcelona.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir