Ísland komst loks í úrslit

Regína Ósk og Friðrik Ómar glöð í bragði á blaðamannafundi …
Regína Ósk og Friðrik Ómar glöð í bragði á blaðamannafundi eftir undankeppnina í gærkvöldi. mbl.is/Dagur

„Það er ólýsanlegt hvernig það er að standa á svona litlu sviði miðað við hvað það eru margir að horfa og fylgjast með,“ sagði Friðrik Ómar Hjörleifsson í gærkvöldi. „Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því fyrr en heim er komið og maður sér þetta í sjónvarpinu eftir á.“

Hann og Regína Ósk Óskarsdóttir náðu að vinna sér inn sæti í lokakeppni Evróvisjón, en það hefur íslenskum keppendum ekki tekist síðan undankeppnirnar voru teknar upp árið 2004. Friðrik Ómar var staddur í fögnuði á hóteli Eurobandsins í Belgrad þegar blaðamaður náði af honum tali. Hverju þakkar hann að hafa náð þessum áfanga, að vera kominn í aðalkeppni Evróvisjón á laugardaginn?

Sigurstund

„Við notuðum sömu tilfinningu og við fengum þegar við unnum heima, við fórum með hana upp á svið þó svo við vissum ekki hvernig færi. Ég held að það hafi verið sú sigurstund sem geislaði af okkur. Það er Íslendingum að þakka að við erum komin þetta langt. Það er þeirra vegna og okkar sjálfra sem við höfum náð þessum árangri,“ sagði Friðrik Ómar.

Hvernig metur hann sigurlíkurnar í keppninni? „Þetta er hægt, Íslendingar geta náð árangri. Ísland getur alveg unnið Evróvisjón. Við stefnum á ekkert annað en sigur á laugardaginn. Það er ekkert annað sem kemur til greina,“ sagði Friðrik Ómar. „Við erum ekki með neinar yfirlýsingar en við hugsum eins og sigurvegarar, maður verður að gera það til þess að komast áfram,“ sagði hann að lokum.

Nýjar reglur höfðu áhrif

„Það eru allir í svaka stuði og rosalega ánægðir með þetta“ sagði Örlygur Smári, höfundur íslenska framlagsins, í gærkvöldi þegar úrslitin voru ljós. Hann er ekki viss hvað það var sem réð úrslitum um árangur íslensku keppendanna. „Maður veit svo sem ekki hvað Evrópa vill, en þetta er gott lag og flytjendurnir svakalega góðir.“ 

Ármann Skæringsson fagnaði með kærastanum.
Ármann Skæringsson fagnaði með kærastanum. mbl.is/Dagur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson