McKellen hótað lífláti

Gene Robinson sést hér með Ian McKellen, en þeir voru …
Gene Robinson sést hér með Ian McKellen, en þeir voru gestir í viðtalsþætti Andrew Marr á BBC. Reuters

Breski leikarinn Ian McKellen segir að honum hafi verið hótað lífláti sökum kynhneigðar sinnar. McKellen, sem kom út úr skápnum árið 1988, segir í viðtali við BBC að hótununum hafi hins vegar fækkað mikið á undanförnum árum.

„Ég held að meirihluti almennings þyki ég vera frekar óspennandi hvað þetta tiltekna atriði snertir,“ segir leikarinn.

McKellen hefur lýst yfir stuðningi við bandaríska biskupinn, Gene Robinson, sem er samkynhneigður. Robinson hefur verið útilokaður frá störfum evangelísku kirkjunnar.

Robinson hefur ekki verið boðið á Lambeth-ráðstefnuna, sem er haldin á 10 ára fresti, ráðstefnan hefst á miðvikudag í Canterbury. Hann segir hins vegar að hann muni verða staddur þar á sama tíma og ráðstefnan fer fram.

McKellen segir í samtali við BBC að honum hafi, líkt og Robinson, borist líflátshótanir. Leikarinn heldur því fram að enn þann dag í dag sýni Bretar samkynhneigðum lítið umburðarlyndi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir