París Hilton svarar með eigin auglýsingu

París Hilton í „auglýsingunni“ sem hún birti í gær.
París Hilton í „auglýsingunni“ sem hún birti í gær. AP

París Hilton birti í gær sína eigin „auglýsingu“ á netinu í tilefni af því að í auglýsingu Johns McCains, forsetaframbjóðanda repúblíkana í Bandaríkjunum, var keppinauti hans, Barack Obama, líkt við París og Britneyju Spears og sagður innihaldsrýr fjölmiðlaímynd.

Í myndbandi sem birtist í gær situr París á sólstól, klædd engu nema  sundbol og háhæluðum skóm og segist vera fræg, þó hún sé ekki „frá því í gamla daga“ og ekki gráhærð eins og „kallinn með hrukkurnar sem notaði mig í kosningaauglýsingunni sinni, sem ég býst við að þýði að ég sé í forsetaframboði.“

„Ég get fullvissað bandarísku þjóðina um að ég er sko alveg tilbúin í leiðtogahlutverkið,“ segir París, og fer svo að ræða stefnu sína í orkumálum.

Foreldrar Parísar gáfu fyrr á þessu ári 4.600 dollara í kosningasjóð McCains. Móðir hennar sagði að auglýsing McCains hefði verið „sóun á tíma og athygli þjóðarinnar“ á sama tíma og fjöldi manns væri að missa heimili sín og atvinnuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir