Stjörnurnar segja sögur úr Eyjum

Mikil stemmning var á Þjóðhátíðinni í Eyjum.
Mikil stemmning var á Þjóðhátíðinni í Eyjum. mbl.is/Sigurgeir

„Hann var bara svolítið hræddur við að fara upp á svið með okkur, skrílslætin voru slík,“ segir Finni, söngvari Dr. Spock, um Ragga Bjarna er kom fram með sveitinni í Herjólfsdal á þjóðhátíð og söng lögin Sigurður var sjómaður (í frægri útgáfu Utangarðsmanna) og Hvar ertu nú?

Liðsmenn sveitarinnar vöktu einnig mikla athygli á föstudeginum þegar þeir réðust upp á svið þegar Í svörtum fötum var að spila og létu Jónsa finna til tevatnsins. Þetta mun þó allt hafa verið á léttu nótunum.

Vignir rifbeinsbrotnaði

Gítarleikari Írafárs, Vignir Snær, byrjaði helgina illa en á föstudagskvöldið datt hann í brekkunni og brákaði rifbein. „Við vorum bara að fíflast og ég datt og lenti illa með höndina undir mér,“ segir Vignir.

Hann lét slysið ekki koma í veg fyrir skemmtunina en alvarlegt hláturskast á laugardagskvöldið varð honum næstum um megn vegna sársauka. „Ég held að við höfum næstum drepið hann úr hlátri og ég biðst formlega afsökunar á því,“ segir Magni úr Á móti sól hlæjandi aðspurður um atburði helgarinnar.

Magni kom ekki til Eyja fyrr en á laugardaginn og frétti þá að Dr. Spock hefði eitthvað haft með slysið að gera en Vignir segir að þetta hafi eingöngu verið sér sjálfum að kenna. „Dr. Spock var þarna stuttu áður, en þeir voru farnir áður en ég datt,“ fullyrðir Vignir.

Páll Óskar fann gat á skýi

Engar flugferðir voru til Eyja á sunnudeginum vegna þoku, en guðirnir hleyptu Páli Óskari þó í gegn. Þannig að á meðan Bubbi var í gúmmíbátnum flaug Palli yfir.

„Ég rétt slapp,“ segir Páll Óskar. „Ég bara blikkaði flugmanninn og við fundum eitt ský með gati á sem við komumst í gegnum.“

Páll Óskar segir þokuna í dalnum hafa skapað afar sérstaka stemningu. „Úðinn varð til þess að ljósasjóið var miklu flottara, þetta var bara eins og ein stór reykvél frá Guði.“

Palli hafði vonast til að hitta Árna Johnsen baksviðs til þess að sættast við hann eftir síðustu þjóðhátíð sem Palli spilaði á, en þingmaðurinn lét ekki sjá sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir