Varað við vígðu vatni í handfarangri

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. AP

Vatíkanið hefur varað þá blaðamenn sem munu ferðast með Benedikt páfa til Lourdres í næsta mánuði við því að setja hið eftirsótta vatn helgidómsins í handfarangur þar sem það yrði hugsanlega tekið af þeim við öryggishlið á flugvöllum.

Páfinn fer þann 12. september til Parísar og síðar áfram til Suður-Frakklands þar sem sagt er að María mey hafi birst ungri sveitastúlku, Bernadette Soubirous fyrir 150 árum.

Milljónir gesta sem sækja helgidóminn á ári hverju bergja á vatni úr brunni sem sagður er hafa lækningarmátt. Flestir taka einnig með sér vatn á brúsa er þeir halda til síns heima.

Talsmaður Vatíkansins varaði í dag blaðamenn Reuters við því að setja vatnsflöskurnar í handfarangur til að koma í veg fyrir að þær verði teknar af þeim í öryggishliðum flugvalla.

Þó að ekki sé litið á vatnið sem vígt vatn þar sem það hafi ekki verið blessað af vígðum kirkjunnar mönnum en margir telja það vera jafn magnað ef ekki betra en vígt vatn úr skírnarfontum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir