Ólátabelgirnir Ólsensystur

Ashley (tv.) og Mary-Kate Olsen í New York í maí.
Ashley (tv.) og Mary-Kate Olsen í New York í maí. Reuters

Ólsensysturnar Mary-Kate og Ashley eru „uppivöðslusamir hávaðaseggir sem bera ekki virðingu fyrir neinu,“ segja nágrannar þeirra í West Village-hverfinu á Manhattan.

Stöðugur veisluglaumur úr íbúð systranna þykir raska ró íbúa við götuna, sem er annars sögð róleg.

„Mary-Kate og Ashley eru spilltar af eftirlæti og hafa breytt hverfinu til hins verra,“ sagði ónafngreindur nágranni.

Haft er eftir öðrum: „Þetta er róleg gata. Hér býr fjöldinn allur af öðru frægu fólki - Sarah Jessica Parker, Liv Tyler, Gisele Bundchen og Julianne Moore - sem er góðir grannar. En þessar tvær eru aðskotadýr.“

Þá hafa fyrirferðarmiklir lífverðir systranna valdið uppnámi í hverfinu. Sagði íbúi við  Vestra 13. stræti að tveir stórir jeppar stæðu fyrir utan heimili þeirra allar nætur.

„Það mætti halda að hér stæðu yfir umfangsmiklar, opinberar aðgerðir miðað við alla þá gæslu sem þær eru með.“

Góðu fréttirnar eru þó þær, segja íbúarnir, að systurnar eru bara með íbúðina á leigu, og vona þeir að þær ætli ekki að setjast þarna að til frambúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir