Líklegt að verk Bacons seljist á 1,3 milljarða króna

Ein þeirra mynda sem Francis Bacon málaði af Henriettu Moraes …
Ein þeirra mynda sem Francis Bacon málaði af Henriettu Moraes en ekki sú sem boðin verður upp í október

Talið er að andlitsmynd eftir listmálarann Francis Bacon seljist á 7,5 milljónir punda, rúmlega 1,3 milljarða króna þegar hún verður boðin upp hjá Christie's í Lundúnum þann 19. október næstkomandi. Verkið, sem er frá árinu 1969 er af Henriettu Moraes sem er ein fárra kvenna sem Bacon málaði.

Pilar Ordovas, hjá Christie's í Lundúnum, segir í samtali við BBC að verkið sé dásamlegt og veiti stórkostlega sýn inn í líf þeirra sem lifðu og hrærðust í Soho hverfinu í Lundúnum á sjöunda áratugnum.  Ordovas þekkti vel lífið í Soho en hún var náin vinur og drykkjufélagi Bacon í Soho á sjötta áratugnum, áður en hann varð jafn frægur og síðar varð.

Fyrirsætan, Moraes, lést árið 1998 en hún sat fyrir hjá fleiri málurum, þar á meðal Lucian Freud. Verkið sem nú verður selt hefur verið í eigu Garech Browne, eins af eigendum Guinness brugghússins, síðan á áttunda áratugnum en hann var þekktur velunnari listamanna.

Í maí sl. var verk Bacon's Triptych selt á 86,3 milljónir Bandaríkjadala, tæplega 8,3 milljarða króna, á uppboði í New York og er það hæsta verð sem hefur fengist fyrir verk Bacons sem lést árið 1992.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir