Engir óþægilegir kirkjubekkir

Húsgagnahönnuðurinn Reynir Sýrusson er ábyrgur fyrir hönnun stóla, altaris, skírnarfonts og fleiri hluta í hina glænýju Guðríðarkirkju í Grafarholti, sem vígð verður næstkomandi sunnudag, 7. desember. Verkefnið kom til í samvinnu við arkitekta kirkjunnar Þórð Þorvaldsson og Guðrúnu Ingvarsdóttur hjá Arkþing.

„Þau voru að leita að stólum ásamt sóknarnefndinni og prestinum en fundu engan sem hentaði. Þau voru sjálf spennt fyrir því að hafa eitthvað íslenskt þarna inni,“ segir Reynir og í kjölfarið var hann fenginn til að koma með hugmyndir að kirkjustól. „Ég hitti annan arkitektinn á miðvikudegi en tillögurnar þurftu að liggja fyrir á mánudegi. Ég fór á fullt, lokaði mig inni langt fram á nótt og var að alla helgina. Ég kom með teikningu að fjórum stólum,“ útskýrir Reynir og var einn stóllinn valinn úr og gerði hann módel af honum til að sýna á fundi með sóknarnefnd og presti. „Þeim leist svona vel á hann og það varð ekki aftur snúið,“ segir hann en þetta var fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Núna er hinsvegar búið að smíða alla 244 stólana og verður bólstrunin sett á í kirkjunni.

Í eldri kirkjum eru oft óþægilegir kirkjubekkir en hjá Reyni voru þægindin í fyrirrúmi. „Ég fékk þá spurningu strax hvort stóllinn væri ekki örugglega þægilegur og hafði það að leiðarljósi. Bólstrunin er mikil og stóllinn formar sig að bakinu svo hægt er að sitja á ýmsa vegu í honum. Það er auðvelt að breyta aðeins um stellingu og halla sér aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir