Lennon auglýsir fartölvur

John Lennon og Yoko Ono.
John Lennon og Yoko Ono. mbl.is

Með aðstoð stafrænnar tækni hefur nýju lífi verið blásið í minningu Johns Lennons í nýrri auglýsingaherferð bandarískra góðgerðarsamtaka sem kalla sig Ein fartölva fyrir hvert barn. Þetta kemur fram á vef BBC.

 Góðgerðarsamtökin ætla sér að koma tölvum sem ganga fyrir sólarrafhlöðum til fátækustu barna heimsins. 

„Ímyndið ykkur ef öll börn, hvar sem þau eru stödd í heiminum, geti fengið aðgang að alþjóðlegri þekkingu,“ sýnist Lennon segja í auglýsingunni. „Þau fá þá tækifæri til að læra, til að láta sig dreyma og ná öllum sínum markmiðum. Ég reyndi að gera það með tónlistinni minni, en nú er hægt að gera það með allt öðrum aðferðum.“

Ekkja Lennons,  Yoko Ono, hefur gefið samþykki sitt fyrir auglýsingunum sem sjá má m.a. á YouTube. Auglýsingarnar eru innblásnar af texta lagsins Imagine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir