Málarinn Wyeth látinn

Bush forseti heilsar Wyeth í fyrra er hinn síðarnefndi var …
Bush forseti heilsar Wyeth í fyrra er hinn síðarnefndi var heiðraður í Hvíta húsinu. Reuters

Bandaríski listmálarinn Andrew Wyeth lést á heimili sínu í Pennsylvaníu í dag, 91 árs að aldri. Hann var í senn afar vinsæll listamaður og umdeildur. Eitt þekktasta verk hans er Heimur Kristínar, mynd af lamaðri konu á akri.

 Wyeth var gagnrýndur hart í listaheiminum fyrir að vera afturhaldssamur en hann var eindreginn realisti. Viðfangsefnið var oftast fólk og  sveitalandslag á heimaslóðum hans í norðausturríkjunum. Gagnrýnendur sögðu sumir að hann smánaði stefnu realista. En mörgum þótti hann vera góður fulltrúi þeirra millistéttargilda sem módernistar sögðust hafna.

,,Hann málar fyrir almenning, nefin á fólki  eru á sínum venjulega stað, veðurbarnar hlöðurnar og laufvana trén í skerandi einfaldleika landslagsmyndanna eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur," skrifaði vinveittur blaðamaður árið 1963.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka