Lét bíða eftir sér fram yfir prófkjör

Skúli Helgason og Anna Lind Pétursdóttir með börnum sínum.
Skúli Helgason og Anna Lind Pétursdóttir með börnum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Það er óhætt að segja að nýafstaðið prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði Skúla Helgasyni eftirminnilegt, en auk þess að hafna í fimmta sæti í prófkjörinu fæddist honum og eiginkonunni, Önnu Lind Pétursdóttur, sonur aðfaranótt sunnudags. „Þetta var viðburðaríkur sólarhringur,“ segir Skúli sem fyrir á þrjá drengi.

Drengurinn, sem kom í heiminn á þriðja tímanum í fyrrinótt, lét bíða eftir sér í viku.

„Ég hafði frekar reiknað með honum fyrri part vikunnar, en reyndar var mamma hans búin að segja að hún stefndi eindregið að því að leyfa mér að ljúka prófkjörinu áður en drengurinn kæmi. Það stóð heima þó að naumt væri,“ segir Skúli Helgason.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir