Nýr danskur prins

Jóakim sýnir blaðamönnum hvað sonur hans er stór.
Jóakim sýnir blaðamönnum hvað sonur hans er stór. AP

Þau Marie prinsessa í Danmörku og Jóakim prins, eignuðust í nótt son, sem er sjöundi í röðinni til ríkiserfða þar í landi. Drengurinn var 49 sentimetra langur og 12 merkur að þyngd þegar hann fæddist.

Þetta er fyrsta barn þeirra Marie og Jóakims, sem giftu sig á síðasta ári. Jóakim á tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, Alexöndru prinsessu.  Margrét Danadrottning og Hinrik prins eiga nú 5 barnabörn.

Marie var flutt á danska Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Ekki hafði verið gert ráð fyrir fæðingunni fyrr en 16. maí. Allt gekk vel og  drengurinn kom í heiminn klukkan 4:57 að dönskum tíma.

Jóakim vildi ekki upplýsa í morgun hvað drengurinn eigi að heita. „Ég hef sagt það áður og segi það enn: Hann gæti heitið allt frá Ib til  Nebúkaneser," sagði hann.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg