Jordan sagt upp - aftur

Peter Andre og Katie Price (Jordan)
Peter Andre og Katie Price (Jordan) AP

Umboðs og almannatengslafyrirtækið Can Associates hefur slitið samstarfi sínu við fyrirsætuna Katie Price (Jordan) í kjölfar frétta af því að tónlistarmaðurinn Peter Andre, eiginmaður hennar, hafi sótt um skilnað. Fyrirtækið mun áfram starfa fyrir Andre.

Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir: „Við höfum unnið fyrir Katie frá því í febrúar árið 2004 og á þeim tím höfum við lagt mikla vinnu í að byggja upp ímynd Katie sem einstaklings sem nýtur velgengni og sem vörumerki. Á þessum tíma hefur hún þróast úr nektarfyrirsætu í eina frambærilegustu kvenstjörnu landsins með nokkrar framleiðsluvörur og vel heppnuð verkefni. Við óskum Katie alls hins besta í framtíðinni.” 

Price hefur lýst því yfir að hún sé niðurbrotin vegna skilnaðarins en hún hitti Andre er þau komu bæði fram í raunveruleikasjónvarpsþættinum „I'm A Celebrity... Get Me Out of Here!” 

Þau giftust árið 2005 og var hún þá klædd umfangsmiklum bleikum kjól og kom til brúðkaupsins í vagni í anda teiknimyndarinnar um Öskubusku.

Hjónin hafa m.a. komið fram í raunveruleikasjónvarpsþáttum þar sem áhorfendur hafa að undanförnu getað fylgst með heiftarlegum rifrildum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir