Jóhanna á vinsældalista í Bretlandi

Jóhanna Guðrún sló í gegn í Moskvu
Jóhanna Guðrún sló í gegn í Moskvu Reuters

Útlit er fyrir að hinn norski Alexander Rybak og hin íslenska Jóhanna Guðrún komist á vikulegan vinsældalista í Bretlandi með Eurovisionlög sín auk hinnar bresku Jade Ewen. Þetta kemur fram á vefnum Esctoday. 

Mikil aukning mun hafa orðið á löglegri eftirspurn eftir lögum  þeirra á netinu frá því keppnin fór fram á laugardaskvöld. Auk umræddra laga hefur ásókn í Eurovision-lög Eistlands, Þýskalands og Tyrklands aukist mjög.

Lag Alexanders Rybak Fairytale er nú í þriðja sæti á dagslistanum en lag Jóhönnu Guðrúnar  er í 34 sæti. Er hún þar sæti ofar en söngkonan Kate Perry og lag hennar Waking up in Vegas. 

Breska lagið It's my time sem Jade Ewen syngur er nú í 15 sæti listans.

Önnur Eurovisionlög á dagslistanum eru þýska lagið Miss Kiss Kiss Bang í 79 sæti, eistneska lagið Urban Symphony í 86 sæti,- og sænska lagið La Voix í 90 sæti. Lögin Always frá Asebaídsjan og Dum Tek Tek frá Tyrklandi eru einnig á listanum sem telur hundrað lög.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir