Höfnuðu „hrikalegum“ samningi við Columbia

Hljómsveitin Ourlives
Hljómsveitin Ourlives Hörður Sveinsson

„Við gáfum út smáskífu í Bretlandi í gegnum útgáfufyrirtæki þar. Í kjölfarið fengum við töluverðan áhuga erlendis frá; umboðsmann, bókara, lögfræðinga og fleira, þannig að allt fór af stað. Meðal annars var okkur boðinn samningur við Columbia en hann var svo hrikalegur að við höfnuðum honum. Við hefðum nefnilega ekki haft neina stjórn á neinu samkvæmt þeim samningi,“ segir Jón Björn Árnason bassa- og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Ourlives sem vakið hefur töluverða athygli að undanförnu.

„Í Upphafi hét sveitin Days Of Our Lives, en það var í raun ekki sama sveit og um er að ræða í dag,“ segir Jón Björn en hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

„Það er auðveldara að finna okkur á Google ef við heitum Ourlives en ef við myndum heita Our Lives,“ segir Jón Björn ennfremur um nafnabreytinguna.

Sveitin var upphaflega stofnuð árið 2005 og er skipuð, auk Jóns Björns, þeim Leifi Kristinssyni, Agli Kára Helgasyni og Hákon Einari Júlíussyni. Þeir félagar eru allir á aldrinum 25 til 26 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
Loka