Krankleikinn ekki arfgengur

Daniel Westling og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar
Daniel Westling og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar AP

Daniel Westling, unnusti Victoríu krónprinsessu Svía, gekkst undir nýrnaskiptaaðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Solna í dag. Daniel fékk gjafanýra frá föður sínum, Olle Westling. 

Á fréttavefnum DN.se er haft eftir blaðafulltrúa sænsku hirðarinnar  að Daniel hafi verið með skerta nýrnastarfsemi. Lengi hafi verið ljóst að hann þyrfti á gjafanýra að halda. Vitað var að aðgerðin stæði fyrir dyrum þegar parið opinberaði trúlofun sína í febrúar síðastliðnum.

Victoria krónprinsessa Svía fór í morgun til Grænlands. Þar er hún í fimm daga ferð ásamt Friðrik krónprinsi Dana og Hákoni krónprinsi Norðmanna. Ríkisarfarnir eru að kynna sér umhverfismál og loftslagsbreytingar í Grænlandi.

Ekki stóð til að krónprinsessan aflýsti ferðinni vegna aðgerðarinnar. Að sögn sænsku hirðarinnar er sjúkdómur Westlings ekki arfgengur. Hann mun hafa greint krónprinsessunni frá veikindum sínum þegar þau hittust fyrst árið 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir