Reyndu á þolinmæði öryggisvarða

Barbara og Jenna Bush.
Barbara og Jenna Bush. AP

Fram kemur í nýrri bók bandaríska blaðamannsins Ronald Kessler að Jenna og Barbara Bush, dætur George W. Bush, fyrrum forseta Bandaríkjanna, hafi gert öryggisverði sem fylgdust með þeim á vegum leyniþjónustu Bandaríkjanna gráhærða. Eru stúlkurnar m.a. sagðar hafa valdið öryggisvörðum sínum stöðugum áhyggjum með því að drekka áfengi áður en þær náðu lögaldri. Þá hafi þær ítrekað hunsað ráðleggingar öryggisvarða og jafnvel reynt að stinga þá af.

„Jenna reyndi viljandi að losa sig við öryggisgæsluna með því að aka gegn rauðu ljósi og stökkva inn í bíl og aka af stað án þess að láta verðina vita hvert hún væri að fara," segir í sýnishorni úr bókinni sem birt er í blaðinu New York Post

„Vegna þessa var mannafla leyniþjónustunnar eytt í það að ástæðulausu að fylgjast með bíl hennar þannig að öryggisverðir gætu elt hana.”

Einnig kemur fram í bókinni að Henry Hager sem þá var kærasti Jennu en er nú eiginmaður hennar, hafi einnig skapað öryggisvörðum nóg að gera. Þannig hafi öryggisverðir t.d. þurft að aka honum á sjúkrahús eftir að hann varð ofurölvi í samkvæmi í Georgetown árið 2005.

Það vakti nokkurt umtal í Bandaríkjunum í mars er bíll leyniþjónustunnar var dreginn burt frá húsi Jennu Bush Hager í Suður-Baltimore í mars en faðir hennar hafði þá látið af embætti forseta.

Ekki er hefð fyrir því að börn fyrrum forseta njóti verndar leyniþjónustunnar. Þó munu Bush og Bill Clinton, fyrirrennari hans í embætti, hafa samið um slíkt til tíu ára fyrir dætur sína er þeir létu af embætti.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir