Taldi Hitler ekki alvondan

Michael Jackson
Michael Jackson STEFAN WERMUTH

Michael Jackson var sannfærður um að hann hefði getað haft jákvæð áhrif á Adolf Hitler. Þetta kemur fram í upptökum frá 2001 sem geyma viðtöl hans við vin sinn Rabbi Shmuley Boteach.

Á upptökunum lýsir Jackson hrifningu sinni á mælskulist Hitlers. „Hitler var ræðusnillingur. Hann varð að vera mikill listamaður að geta haft áhrif á svo margt fólk, fengið það til að snúast hugur og farið að hata,“ segir Jackson.

Boteach spyr poppgoðið hvort hann telji að hann hefði getað náð að mynda einhver tengsl við Hitler og klukkustundarlöngum fundi. „Tvímælalaust,“ svarar Jackson og bætir við: „Ég veit að ég hefði getað gert það. Enginn er algjört illmenni. Maður verður að hjálpa fólki, veita því læknismeðferð og sýna því fram á að einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis í lífi þess.“

Viðtölin sem Boteach tók við Jackson spanna meira en 30 klst. af efni. Upphaflega stóð til að gera þau opinber árið 2001, en töf varð á því vegna vinaslita þeirra. Þegar þeir loks náðu sáttum hafði Jackson verið handtekinn ákærður um misnotkun á börnum og hann taldi ekki ráðlegt að gera viðtölin opinber þar sem hann óttaðist að þau gætu haft áæskileg áhrif á almenningsálitið.

Búið er að vinna viðtölin til birtingar í bók sem gefin er út í dag. Titill bókarinnar er The Michael Jackson Tapes: A Tragic Icon Reveals His Soul In Intimate Conversation sem á íslensku gæti útlagst sem Michael Jackson upptökurnar: Harmræn hetja afhjúpar sálarlíf sitt í innilegum samræðum.

Að sögn Boteach var Jackson áfjáður í að viðtölum yrðu birt. „Enginn hafði samúð með honum áður en hann lést, en það breyttist við dauða hans. Ég er sannfærður um að þeir sem áður fordæmdu hann sjái núna heildarmyndina. Hann þráði svo heitt og innilega að láta gott af sér leiða, en þjáðist í reynd af einmanaleika og sársauka.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson