Ríflega sextíu áður ósýnd verk eftir Nínu Sæmundsson sýnd í Gallerí Fold

Nína byrjaði að mála í upphafi 5. áratugs síðustu aldar …
Nína byrjaði að mála í upphafi 5. áratugs síðustu aldar og hélt m.a. sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjoðminjasafns Íslands. Ólafur K. Magnússon

„Mér finnst þessi kona alltaf hafa verið dálítið vanmetin, því hún var afar merkilegur listamaður. En hún leið fyrir það að búa og starfa erlendis mestalla ævi auk þess sem það hefur vafalítið spilað inn í að hún var kona og samkynhneigð,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og eigandi Gallerí Foldar, um Nínu Sæmundsson myndhöggvara.

Á laugardaginn kemur opnar sölusýning á ríflega sextíu áður ósýndum listaverkum eftir Nínu, sem stendur í tvær vikur. Um er að ræða gifsverk m.a. af Maríu mey, litla höggmynd, fjölda teikninga og skissa auk nokkurra olíuverka. Síðast en ekki síst er það frummynd af Hafmeyjunni sem margir kannast vafalaust við því afsteypu hennar var komið upp í Sumargarðinum við verslunarmiðstöðina Smáralind árið 2001. Frægastu afsteypu Hafmeyjunnar, með síðari breytingum listakonunnar, var hins vegar komið fyrir í Reykjavíkurtjörn og sprengd í loft upp á nýársnótt 1960, listakonunni til mikillar armæðu.

Kom óvænt upp í hendurnar

„Mér finnst ánægjulegt að geta sýnt Nínu og hennar verkum þessa virðingu því hún er stórmerkilegur listamaður og vonandi fleiri sem geti notið listsköpunar hennar,“ segir Bergljót Friðriksdóttir, eigandi verkanna sem á sýningunni verða. Í samtali við Morgunblaðið segir hún verkin hafa ratað upp í hendurnar á sér fyrir ótrúlega tilviljun fyrir tveimur árum, þegar hún bjó sjálf í Kaliforníu, í gegnum fasteignasalann Jane Fairbairn, sem var mikil vinkona Nínu og Polly James. „Þegar Polly lést árið 2002 kom í ljós að hún hafði arfleitt Jane að Hafmeyjunni og fleiri verkum Nínu,“ segir Bergljót og tekur fram að Fairbairn hafi verið umhugað um að verkin kæmust heim til Íslands.
Í hnotskurn
» Nína Sæmundsson myndhöggvari fæddist 1892 og lést 1965. Hún var ein af fyrstu íslensku konunum sem gerðu myndlist að ævistarfi.
» Nína bjó um árabil í Kaliforníu og Hollywood með sambýliskonu sinni Polly James.
» Frægustu verk Nínu eru Móðurást í Lækjargötu og Afrekshugur við Waldorf Astoria-hótelið í New York.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson