Áttunda barnið komið í heiminn

Oksana Grigorieva og Mel Gibson
Oksana Grigorieva og Mel Gibson Reuters

Leikarinn Mel Gibson varð faðir í áttunda skiptið á föstudaginn er hann og unnusta hans, Oksana Grigorieva, eignuðust stúlku. Bæði móður og barni heilsast vel ef marka má slúðurvefi en stúlkan átti ekki að koma í heiminn fyrr en í desember.

Mel Gibson á sjö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Robyn, og Oksana Grigorieva á soninn Alexander, með fyrrum unnusta, Timothy Dalton, sem m.a. lék hlutverk James Bond um tíma.

Gibson, sem er 53 ára, tilkynnti í maí að sambýliskona hans væri barnshafandi. Fréttavefurinn RadarOnline skýrði frá því í dag að Grigorieva, sem er 39 ára, hefði eignast dóttur á föstudag, nokkrum vikum fyrir tímann.   

Gibson hefur skýrt frá því, að hann og eiginkona hans hafi skilið að borði og sæng fyrir þremur árum, skömmu eftir að hann var handtekinn í Kalíforníu fyrir ölvunarakstur. Hann baðst í kjölfarið opinberlega afsökunar og fór í áfengismeðferð. 

Hann sagði sjónvarpsmanninum Jay Leno, að hann hefði hitt Grigorievu árið 2008 þegar hún var að taka upp plötu, sem kom út á þessu ári. Grigorieva er fyrrum fyrirsæta en er nú söngkona og píanóleikari.  

Gibson ólst upp í Ástralíu og var um tíma einn hæst launaði kvikmyndaleikari í heimi. Hann fékk Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn fyrir myndina Braveheart. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir