Lýsir nóttum með Berlusconi

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er umdeildur maður en upp á síðkastið hafa fréttir af einkalífi hans verið meira áberandi en fréttir af stjórnmálaafrekum. Nú er komin út bók, sem fylgdarkonan Patrizia D'Addario hefur skrifað þar sem hún lýsir sambandi sínu við forsætisráðherrann. 

Í bókinni, sem nefnist: Njóttu, forsætisráðherra, lýsir D'Addario í smáatriðum nóttum sem hún eyddi með Berlusconi í embættisbústað hans í Róm. Segir  D'Addario m.a. að Berlusconi, sem er 73 ára, hafi notið þjónustu allt að 20 kvenna. Allt þetta ljúfa líf virðist þó stundum taka sinn toll því  D'Addario segir, að Berlusconi hafi stundum sofnað í miðjum klíðum.

Ekki er búist við að bókin verði rifin af hillum bókabúða og einn bóksali sagði, að hann sæi eftir trjánum, sem höggvin hefðu verið til að búa til pappírinn í bókina.  

Skrifstofa forsætisráðherrans hefur ekki tjáð sig um bókina. Berlusconi hefur áður sagt, að hann hafi ekki vitað að  D'Addario  væri vændiskona en hann hefur aldrei neitað sambandi þeirra með berum orðum; hefur hins vegar viðurkennt að hann sé enginn engill.

Í dag bárust einnig fréttir af því, að Veronica Lario, eiginkona Berlusconis, sem sótti um skilnað frá manni sínum í maí vegna frétta af sambandi hans við 18 ára gamla stúlku, krefjist þess að fá 43  milljónir evra, jafnvirði um 8 milljarða króna, í sinn hlut úr búi forsætisráðherrans.

Lögmaður Lario hefur ekki staðfest þessar fréttir en blaðið Corriere della Sera segir, að Berlusconi hafi boðið Lario 200 þúsund evra greiðslur mánaðarlega auk sveitaseturs. Þá segi heimildarmenn í ítölsku ríkisstjórninni að Berlusconi hafi þegar greitt Lario 60-70 milljónir evra. 

Berlusconi er einn ríkasti maður í Evrópu og eru eignir hans metnar á 9 milljarða evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir