Bono heimsækir Obama

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, við Hvíta húsið í dag
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, við Hvíta húsið í dag Reuters

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, tók á móti tónlistarmanninum Bono í Hvíta húsinu í dag. Tónlist hljómsveitar Bono, U2, var ekki umræðuefnið á fundinum heldur málefni þróunarlandanna og baráttan gegn fátækt en Bono er ákafur talsmaður þess að ríkar þjóðir styðji við þær fátækari. Meðal annars ræddu þeir um að frumkvöðlar og aðgerðarsinnar í Afríku fái stuðning og þörfina á að koma einfaldri tækniþekkingu til fátækra ríkja.

Í tilkynningu frá samtökunum ONE sem Bono er í forsvari fyrir kemur fram að þeir Bono og Obama hafi rætt um hvernig bandarísk stjórnvöld ætla að taka á þessum málum fyrir fundi G8 og G20 ríkjanna í Kanada og ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september um þúsaldarmarkmið samtakanna.

Fundurinn var ekki á opinberri dagskrá forsetans sem gefin er út af Hvíta húsinu en talsmaður forsetans hefur staðfest við fjölmiðla að þeir hafi átt fund í dag án þess að gefa nánari upplýsingar um hvað var rætt.

Blog Bono eftir fundinn með Obama

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir