Woody Allen finnst ekki gaman að eldast

Woody Allen
Woody Allen Reuters

„Afstaða mín til dauðans hefur ekkert breyst, ég er algerlega á móti honum,“ sagði leikstjórinn Woody Allen á Cannes kvikmyndahátíðinni en hann er þar til að kynna mynd sína, „You Will Meet A Tall Dark Stranger“, sem fjallar um það hvernig er að verða gamall.

„Það eina sem ég get gert er að bíða,“ sagði Allen á blaðamannafundi í Cannes þegar hann ræddi um dauðann.

Allen sagði að nafn myndarinnar hefði tvíræða merkingu. „Þegar einhver segir í Bandaríkjunum „þú átt eftir að hitta hávaxinn, dökkhærðan mann“ þá verða konur mjög upp með sér og sjá fyrir sér að þær eigi eftir að hitta Antonio Banderas eða Warren Beatty.“

Allen bendir hins vegar á að þetta geti haft aðra merkingu því að sá hávaxni og dökkhærði geti allt eins verið dauðinn sjálfur.

Aðalleikarar í nýjustu Woody Allen-myndinni eru Josh Brolin, Naomi Watts og Anthony Hopkins. Hopkins leikur í myndinni mann sem óttast að verða gamall.

Allen er orðinn 74 ára gamall og segist finna til samkenndar með þessari persónu. „Þetta eru léleg skipti. Ég sé enga kosti við að verða gamall,“ sagði Allen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir