Læknir Jacksons bjargaði konu í flugvél

Conrad Murray.
Conrad Murray.

Conrad Murray, læknirinn sem sakaður er um að hafa gefið poppsöngvaranum Michael Jackson öflugt deyfilyf sem á endanum varð honum að bana, veitti ungri konu læknishjálp um borð í flugvél US Airways í gær.

Konan missti meðvitund meðan flugvélin var á ferð, Áhöfn vélarinnar lýsti eftir lækni og Murray gaf sig fram. Konan var með mjög daufan púls en Murray gaf henni lyf í æð og notaði til þess búnað sem var í vélinni. Flugvélin var að koma frá Houston í Texas og átti að fara til Phoenix í Arisona en hún lenti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó þar sem konan var flutt á sjúkrahús. Hún var á ferð með 11 mánaða gamalt barn sitt.

„Þetta kemur okkur ekki á óvart," sagði  Miranda Sevcik, einn af lögmönnum Murrays. „Hann er góður læknir og góður læknir bjargar fólki."

Murray var á leið til Los Angeles til fundar við lögmenn sína en hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann starfaði sem líflæknir Jacksons og viðurkenndi fyrir lögreglu, að hafa gefið söngvaranum deyfilyfið propofol svo Jackson gæti sofið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir