Lohan í 3 mánaða fangelsi

Dómari í Beverly Hills dæmdi í kvöld leikkonuna Lindsay Lohan í 3 mánaða fangelsi fyrir að brjóta gegn ákvæðum skilorðsbundins dóms sem hún fékk fyrir ölvunarakstur fyrir þremur árum.

Lohan, sem er 24 ára, var einnig gert að gangast undir þriggja mánaða áfengismeðferð á stofnun.

Lohan var mjög brugðið þegar Marsha Revel, dómari, kvað upp dóminn, og brast í grát í réttarsalnum. Leikkonan þarf að hefja afplánun dómsins 20. júlí. Þangað til þarf hún áfram að vera með eftirlitsbúnað sem notaður er til að fylgjast með því hvort hún neytir áfengis.   

„Þetta hefur verið langur tími og ég vil ekki að þú haldir að ég virði ekki þig og þín skilyrði vegna þess að ég hélt í raun og veru að ég væri að uppfylla þau skilyrði," sagði Lohan við dómarann. 

Dómarinn skipaði Lohan í maí, að bera armband, sem nemur áfengisnotkun með því því að efnagreina svita, vegna þess að leikkonan mætti ekki fyrir dóm nokkrum vikum áður. Þá gaf dómarinn út handtökuskipun á hendur Lohan þann 8. júní vegna þess að armbandið sendi frá sér viðvörunarmerki, sem benti til þess að Lohan hefði neytt áfengis. 

Lohan var handtekin fyrir ölvunarakstur árið 2007. Í kjölfarið fór hún í áfengismeðferð en tveimur mánuðum eftir að meðferðinni lauk var Lohan handtekin á ný fyrir ölvunarakstur og fyrir að vera með kókaín í fórum sínum. Hún dvaldi samtals í fangelsi í 84 mínútur eftir að hún var handtekin. 

Lohan var barnastjarna sem lék í Disney-myndum og þótti einnig afar efnileg þegar hún nálgaðist fullorðinsár. Hún lék m.a. í myndunum Parent Trap, Herbie Fully Loaded og Georgia Rule fyrir Disney og hefur einnig starfað sem fyrirsæta og söngvari. Hún er nú að leika í kvikmynd um klámmyndastjörnuna Lindu Lovelace.

Fjölmiðlar í Hollywood hafa undanfarin ár fjallað ýtarlega um einkalíf Lohan, áfengis- og fíkniefnaneyslu, sambönd hennar bæði við karla og konur og erfiðleika við að halda sig innan ramma laganna.  

Lindsay Lohan brast í grát þegar dómurinn var kveðinn upp.
Lindsay Lohan brast í grát þegar dómurinn var kveðinn upp. Reuters
Lohan brá greinilega þegar dómurinn var kveðinn upp.
Lohan brá greinilega þegar dómurinn var kveðinn upp. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir