Lohan hótað fangelsisvist

Dómari í Los Angeles sagði leikkonunni Lindsay Lohan, að geri hún samkomulag við saksóknara í máli, sem höfðað var á hendur henni vegna þjófnaðar á hálsfesti í verslun, verði hún dæmd til fangelsisvistar. 

Lohan er ákærð fyrir að stela hálsfesti, sem metin er á 2500 dali, rúmar 290 þúsundir króna. Viðræður hafa verið milli lögmanna Lohan og saksóknara um samkomulag í málinu. Ekki er ljóst hvað í slíku samkomulagi myndi felast.

Lohan kom fyrir rétt í Los Angeles í dag. Sagði Keith Schwartz, dómari, að ef Lohan fallist ekki á samkomulag muni málið fara fyrir dóm þar sem saksóknarar leggja fram sönnunargögn gegn leikkonunni.

En fallist Lohan á samkomulagið verði hún dæmd til fangelsisvistar.

Lohan, sem er 24 ára, sagðist skilja hvað dómarinn segði. Hún á að koma aftur í réttarsalinn 10. mars.

Lindsay Lohan ásamt lögmanni sínum.
Lindsay Lohan ásamt lögmanni sínum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir