Líkurnar 1 á móti 5.814

Vinir Sjonna á sviðinu í Dusseldorf.
Vinir Sjonna á sviðinu í Dusseldorf. Reuters

Líkurnar á því að nafn Íslands kæmi upp í síðasta umslaginu í undankeppni Evróvisjón þrjú ár í röð eru aðeins 1 á móti 5.814, eða 0,0172%. Gera útreikningarnir ráð fyrir að öll löndin sem tóku þátt í undankeppnunum hafi átt jafna möguleika á því að komast í tíu efstu sætin en þau voru 18 árið 2009, 17 árið 2010 og 19 árið 2011.

Sem kunnugt er komust vinir Sjonna í úrslitin í Dusseldorf á laugardaginn, með lagið Aftur heim, eftir æsispennandi undankeppni í gærkvöldi.

Þulur þýska sjónvarpsins las nafn Íslands uppúr tíunda og síðasta umslaginu og allt ætlaði vitlaust að verða, bæði hér á landi og í keppnishöllinni í Dusseldorf.

Íslendingar voru duglegir að greiða atkvæði í keppninni með símtækjum sínum. Fjölgaði atkvæðum um 12% miðað við undankeppnina í fyrra, þrátt fyrir að kostnaður við hvert atkvæði hækkaði um 19 krónur á milli ára.

Nánar er fjallað um símakosninguna og Evróvisjón í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson