Hertogaynjan af Alba gift

Ein ríkasta kona Spánar, hertogaynjan af Alba, gekk í það heilaga í dag, 85 ára að aldri. Sá heppni, Alfonso Diez, er mun yngri eða sextugur að aldri. Brúðurin var glöð í bragði að lokinni athöfn og sparkaði af sér skónum og dansaði þegar hún gekk út úr kapellunni með sínum heittelskaða.

Er þetta þriðja hjónaband hennar en hún hefur lifað tvo eiginmenn. Fáir afkomendur hennar létu sjá sig við athöfnina enda voru þeir lítið hrifnir af hugmyndum hennar um að ganga í hjónaband að nýju. Hins vegar fylgdust margir með athöfninni og sýndu fjölmiðlar á Spáni beint frá kapellunni, sem kannski þarf ekki að taka fram að er í eigu hertogaynjunnar sem veit ekki aura sinna tal. 

Lengi lifi hertogaynjan," kallaði mannfjöldinn þegar þau gengu út úr kapellunni en hertogaynjan átti erfitt með að kasta brúðarvendinum til áhorfenda og endaði lífvörður með að aðstoða hana eftir tvær mislukkaðar tilraunir.

Fáir voru viðstaddir sjálfa athöfnina einungis brot af börnum hennar og nánustu vinir. Þegar hún, Maria del Rosario Cayetana Fitz-James-Stuart, fyrst gekk í hjónaband í október 1947 voru gestirnir um eitt þúsund talsins.

Brúðkaupið hefur að vonum vakið mikla athygli á Spáni og grannt er fylgst með deilum hertogaynjunnar við börn hennar sex, sem voru í upphafi lítt hrifin af ráðahagnum. Hún gaf hins vegar börnunum nýlega stóran hluta eigna sinna: hallir, herragarða og listaverk eftir heimsfræga listamenn á borð við Goya, Velazquez, Murillo, Rembrandt og Rubens. Hún heldur þó yfirráðum yfir eignunum, sem metnar eru á allt að 3,5 milljarða evra, til dauðadags.

Hertogaynjan er með fleiri titla en nokkur annar núlifandi maður, að sögn Heimsmetabókar Guinness. Sjálf heitir hún María del Rosario Cayetana Paloma Alfonsa Victoria Eugenia Fernanda Teresa Francisca de Paula Lourdes Antonia Josefa Fausta Rita Castor Dorotea Santa Esperanza Fitz-James Stuart, Silva, Falcó y Gurtubay.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson