Lofar tónleika Of Monsters and Men

Of Monsters and Men að gera góða hluti.
Of Monsters and Men að gera góða hluti. Ernir Eyjólfsson

Hljómsveitin Of Monsters and Men fær lofsamlega dóma í breska vefmiðlinum Manchester Confidential eftir tónleika hljómsveitarinnar í Manchesterborg.

Greinarhöfundur lýsir tónlist þeirra sem hressandi, ungæðislegri og hjartnæmri og hún minni nokkuð á kanadísku hljómsveitina Arcade Fire.   

Sérstaklega er fjallað um lagið Little Talks sem komst í efsta sæti á bandaríska listanum yfir lög sem falla undir jaðartónlist. Sagt er frá því hvernig allt ætlaði um koll að keyra á tónleikunum þegar þau spiluðu lagið. Áhorfendur sungu þó einnig með fleiri lögum. 

Greinarhöfundur tilgreinir einnig sérstaklega hvernig honum finnist söngvararnir Nanna og Raggi hafa fínlegar en magnaðar raddir sem þau beiti hárfínt á réttum stöðum í lögunum.

Að lokum segir greinarhöfundur að honum hafi þótt vænt um að sjá það hvernig hljómsveitarmeðlimir hafi smám saman áttað sig á því að æstir áhorfendur hafi verið á tónleikunum þeirra vegna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir