Sótti konuna til saka vegna ljótleikans

Eiginkona Feng Jian fyrir og eftir aðgerðina.
Eiginkona Feng Jian fyrir og eftir aðgerðina.

Kínverskur maður skildi á dögunum við eiginkonu sína og stefndi henni fyrir rétt og krafðist bóta fyrir hversu ófríða dóttur hún hafði alið honum.

Það var ekki einungis að maðurinn vann málið, heldur var eiginkonan fyrrverandi dæmd til að borga honum 750.000 juan, jafnvirð um 15 milljóna íslenskra króna, í miskabætur.

Samkvæmt fregnum varð hinn sárreiði eiginmaður, Feng Jian, felmtri sleginn er hann leit nýfædda dóttur sína augum fyrsta sinni. Honum fannst hún líkjast hvorugu foreldrinu og vera „hræðilega ófríð“ í þokkabót.

Fréttastofan Sina News segir, að í fyrstu hafi Feng grunað konuna um að hafa verið sér ótrú og lagst með öðrum manni. DNA-próf leiddi þó í ljós að ekki væri um að villast, dóttirin ófríða væri hans. Á endanum játaði eiginkonan að hafa gengist undir fegrunaraðgerðir sem kostuðu 620.000 juan áður en hún kynntist honum.

Þar með var mælirinn fullur og Feng stefndi konunni fyrir að hafa ginnt sig til hjónabands á fölskum forsendum og með vörusvikum. Á það féllst dómari og sagði eðlilegt að hin tiltölulega fríða frú bætti fyrrverandi manni sínum svikin.  

Hermt er að árlega gangi þrjár milljónir Kínverja undir hnífinn hjá lýtalæknum. Þeim fjölgi um 10% á ári sem sé umfram heimsmeðaltalsaukningu upp á 6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir