BBC hafnaði Já, ráðherra

Aðalleikarar sjónvarpsþáttanna Já, ráðherra.
Aðalleikarar sjónvarpsþáttanna Já, ráðherra.

Breska ríkissjónvarpinu, BBC bauðst að taka til sýningar nýja syrpu af gamanþáttunum Já, ráðherra, sem sýndir voru við miklar vinsældir hér á landi fyrir allnokkrum árum.  BBC bað um að framleiddur yrði prufuþáttur áður en ákveðið yrði að panta heila þáttaröð, höfundarnir sáu sér það ekki fært og því verða þættirnir ekki sýndir á BBC, heldur á sjónvarpsstöðinni Gold. Sýningar hefjast eftir nokkrar vikur.

Ástæða þess að höfundar þáttanna neituðu að framleiða prufuþátt var að þættirnir höfðu áður verið framleiddir og notið gríðarlegra vinsælda. „Það eru til 38 prufuþættir á DVD,“ segir Jonathan Lynn, annar höfundanna, í viðtali við BBC.

Fyrsti þátturinn af Já, ráðherra var sýndur árið 1980. Síðan var framleidd önnur þáttaröð sem hét Já, forsætisráðherra með sömu persónum og leikendum. 

Paul Eddington og Nigel Hawthorne, sem léku ráðherrann, síðar forsætisráðherrann Jim Hacker og ráðuneytisstjórann Humphrey Appleby, eru báðir látnir.

Við hlutverki ráðherrans tekur David Haig og ráðuneytisstjórinn verður leikinn af Henry Goodman, en báðir hafa þeir leikið þessi hlutverk í leikriti sem byggt er á þáttunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir