Björn Hlynur í bandarísku sjónvarpi

Þriðja þáttaröð The Borgias með Jeremy Irons í aðalhlutverki hefur hafið göngu sína í Bandaríkjunum og í gær kom Björn Hlynur Haraldsson leikari fyrst fram í þáttunum. Fer hann með hlutverk Ítalans Gian Paolo Baglioni.

Baglioni mun koma talsvert við sögu í þáttaröðinni og dvaldist Björn Hlynur um fimm mánaða skeið í Búdapest á síðasta ári við tökur. Hann hefur jafnframt verið ráðinn í fjórðu seríu þáttanna en tökur á henni munu hefjast síðsumars.

The Borgias er kardináladrama sem fjallar um Borgias-ættina og valdatíð hennar. Jeremy Irons fer með hlutverk Borgias páfa. SkjárEinn hefur sýnt þættina hér á landi og hefur sýningar á þriðju þáttaröðinni í haust.

Hér má sjá viðtal Monitor við Björn Hlyn í fyrra þegar lá fyrir að hann hreppti hlutverkið: Drepinn ef ég verð leiðinlegur

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir