Prinsinn flytur úr höllinni

Marie og Jóakim prins
Marie og Jóakim prins Kongehuset

Jóakim prins og fjölskylda ætla að flytja frá Møgeltønder til Kaupmannahafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni.

Samkvæmt fréttatilkynningu færist eignarhaldið á Schackenborg-höll á Suður-Jótlandi yfir á nýstofnað eignarhaldsfélag en Jóakim, Marie prinsessa og börn þeirra flytja til frambúðar til Kaupmannahafnar. Ástæðan eru tengd fjölskylduhögum þeirra, segir í tilkynningu.
Jóakim prins segir í tilkynningunni að hann og Marie séu ánægð með þessa lausn. Það hafi verið erfið ákvörðun að flytja úr höllinni en með þessu sé framtíð hallarinnar tryggð á sem bestan hátt. 
 
Eignarhaldsfélagið sem tekur við höllinni mun leggja 113 milljónir danskra króna í verkefnið. Þar af renna 13 milljónir króna beint til Jóakims. Höllin verður opin fyrir almenning og eins verður hægt að leigja hana fyrir sérstök tilefni.
 
Jóakim flutti fyrst til Schackenborg-hallar árið 1993 ásamt fyrri eiginkonu sinni, Alexöndru. Hann hefur búið þar ásamt Marie frá því þau gengu í hjónaband árið 2008. Þau eiga tvö börn, Henrik prins sem er fimm ára og Aþenu prinsessu sem er tveggja ára. Jóakim á tvö börn af fyrra hjónabandi, Nikolai, 14 ára og Felix, 11 ára. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson