Segist hafa brugðist í föðurhlutverkinu

Peaches Geldof.
Peaches Geldof. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn og aðgerðasinninn Bob Geldof segir að sér finnist hann bera ábyrgð á andláti dóttur sinnar, Peaches, 25 ára, fyrr á árinu. Dánarorsökin var of stór skammtur af heróíni.

Geldof segist hafa brugðist í föðurhlutverkinu; sem faðir berir þú ábyrgð á börnum þínum. Nokkrum mánuðum fyrir andlátið hóf Peaches, tveggja barna móðir, að nota heróín á ný en hún hafði barist við eiturlyfjafíkn áður. 

„Þú ert faðir sem berð ábyrgð og það mistókst greinilega,“ sagði Geldof í viðtali við ITV, samkvæmt frásögn Guardian. Sem foreldri er það skylda að gefast ekki upp og gera hvað sem er til þess að bjarga barni sínu.

Það var Tom Cohen, eiginmaður Peaches, sem fann hana látna á heimili þeirra í Wrotham í Kent hinn 7. apríl. 

Geldof segist hafa vitað af heróínneyslu hennar. „Auðvitað vissi ég af því og við gerðum meira en að ræða það.“

Við réttarrannsóknina kom fram að Peaches hefði byrjað að nota heróín aftur í febrúar en þá hafði hún verið í meþadonneyslu í tvö og hálft ár. Þrátt fyrir þetta starfaði hún við blaðamennsku, fyrirsætustörf og sem sjónvarpskynnir. 

Að sögn Geldofs var Peaches afburðagreind en á sama tíma voru brestir í persónuleika hennar. 

Leyndi heróínneyslunni

Bob Geldof
Bob Geldof mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson