Lars von Trier hættur að drekka og dópa

Lars von Trier - þetta er ársgömul mynd
Lars von Trier - þetta er ársgömul mynd AFP

Danski leikstjórinn Lars von Trier er hættur að drekka og neyta eiturlyfja og óttast nú að hann geti ekki gert fleiri kvikmyndir.

Von Trier segir í viðtali við Politiken að hann hafi farið í meðferð og sé nú laus úr viðjum áfengis og fíkniefna. Hann segist sækja AA-fundi daglega.

Viðtalið við Politiken er fyrsta stóra viðtalið sem hann veitir síðan hann gerði allt vitlaust á Cannes-hátíðinni árið 2011. Þá sagðist Von Trier hafa gert allar sínar myndir undir áhrifum frá Adolf Hitler. Fóru þessi ummæli hans afar illa í fólk.

Að sögn leikstjórans hélt hann að ein vodka flaska á dag hjálpaði honum að komast í þann ham sem hann þyrfti til þess að geta skapað. Hann hefði talið að ef hann hætti að nota áfengi og fíkniefni gæti hann aðeins framleitt lélegar myndir. 

Von Trier hefur áður lýst baráttu sinni við þunglyndi og í þessu viðtali heldur hann því áfram. Hann segist óttast að geta ekki gert fleiri myndir. Fyrrverandi drykkjumenn og fyrrverandi fíklar hafi hingað til ekki gert margt merkilegt á sköpunarsviðinu. Hver nennti að hlusta á Rolling Stones ef þeir hættu að þjóra og hvað með Jimi Hendrix sem var á heróíni þar til hann lést.

Viðtalið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav